Hundahótel –
hundaþjálfun

Hólakot er nýtt hundahótel sem tók til starfa apríl 2022. Ingveldur Ása Konráðsdóttir er hundaþjálfari Hólakots. Hún er með hundaþjálfararéttindi í gegnum  IACP, alþjóðleg samtök hundaþjálfara. Hún hefur einnig ræktað og tamið Border Collie smalahunda og sótt námskeið hjá þekktum smalahunda þjálfurum t.d Elísabetu Gunnarsdóttur og Derek Scrimgeour.

Ingveldur er menntaður búfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og þroskaþjálfi frá Háskóla Íslands og er maður hennar einnig búfræðingur. Þau eiga þrjú börn og búa á Böðvarshólum þar sem Ingveldur er fædd og uppalinn og er þriðji ættliðurinn sem tekur við búskap á jörðinni.

Starfsfólk Hólakots

Samvinna hunds og manns

Ingveldur Konráðsdóttir
Ingveldur Konráðsdóttir
Sveitastelpa í húð og hár, fædd og uppalin á Böðvarshólum. IACP hundaþjálfari og búfræðingur. Mikill dýravinur með brennandi áhuga á hundum og hundaþjálfun.
Jón Ben
Jón Ben
Búfræðingur og smiður. Sveitin er hans uppáhalds staður. Þar unir hann sér best í kringum dýr og náttúru. Jón Ben. hefur átt hunda allt sitt líf og hefur mikið dálæti af þeim.
Hundarnir okkar
Hundarnir okkar
Týra er aldurs drottningin á bænum, frábær smalahundur og vinur. Perla er næst í aldursröðinni, hún er magnaður smala- og heimilshundur. Yngst er Fífa sem er mikill fjörkálfur og efnileg smalatík.

ÖRYGGI – ÞJÁLFUN – VELLÍÐAN

Öryggi hundsins þíns skiptir okkur öllu máli