Aðstaðan í Hólakoti

Í Hólakoti eru átta pláss. Rýmin sem hundarnir eru í eru með heilum veggjum á milli og grind að framan svo þeir sjá út. Í hverju rými eru bæli en eigendur mega líka koma með bæli fyrir sinn hund.

Útiaðstaða

Hundagerði er við hundahótelið og er um 300 fm2 að stærð. Gerðið er afgirt með tveggja metra hárri girðingu.

Fóðrun

Eigandi kemur með sitt fóður og hundurinn fóðraður eins og eigandi óskar eftir. Við hvert búr eru matar- og vatnsdallur.

Hreyfing og hvíld

Hundarnir fara í útiveru í útigerði þrisvar sinnum á dag. Um hádegisbil verður hvíld. Á veturna ef veður er vont þá er reiðskemma nýtt til þess að hundarnir fái þá hreyfingu sem þeir þurfa.

Öryggi

Öryggismyndavél er í Hólakoti til að fylgjast með hundunum. Allir hundar sem dvelja á hótelinu verða að vera bólusettir og ormahreinsaður.

ÖRYGGI – ÞJÁLFUN – VELLÍÐAN

Öryggi hundsins þíns skiptir okkur öllu máli