Upplýsingar
Þessi vefur er í eigu Hólakotshundar ehf. Í gegnum þessa skilmála munu orðin “við” og “okkar” eiga við um fyrirtækið.
Með því að heimsækja þessa síðu og/eða kaupa dvöl/þjálfun hjá Hólakoti, hefur þú sjálfkrafa samþykkt þessa skilmála og þá skilmála sem kunna að vera hlekkjaðir við þá. Þessir skilmálar eiga við alla notendur síðunnar.
Vinsamlega lestu þessa skilmála vel.
Hundarnir
Allir hundar þurfa að vera fullbólusettir og ormahreinsaðir.
Hundar sem dvelja hjá okkur eru á eigin ábyrgð og þurfa eigendur að skrifa undir samning þess efnis við komu á hótelið.
Afbókun
Ef eigandi þarf að afbóka fyrir hund sinn þarf það að gerast með 48 klst. fyrirvara. Ef afbókað er með styttri fyrirvara verður tekið gjald fyrir 1 nótt. Ef hundur mætir ekki er einnig tekið gjald fyrir 1 nótt.
Endurgreiðsla
Ekki er endurgreitt fyrir dvöl ef hundur er sóttur fyrir ákveðinn heimfaradag.
Ef eigandi uppfyllir skilmála um afbókun er endurgreitt.
Öryggis- og persónuskilmálar
Þær persónuupplýsingar sem við móttökum þegar viðskiptavinur framkvæmir kaup á þessari vefsíðu, er farið með sem trúnaðarupplýsingar og einungis nýttar í þeim tilgangi að klára viðskipta færslu.
Greiðslumáti
Þú getur greitt með korti eða millifærslu. Greiðslur með korti fara í gegnum Valitor. Virðisaukaskattur er innifalinn í verðum sem birt eru á síðunni.
Lög og varnarþing
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Hólakot ehf., á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.
Hólakotshundar ehf.
Böðvarshólum
531 Hvammstangi
Ísland
Netfang: holakot@holakot.is
Sími: 848-0019/451-2697
Kt: 631221-0840
Vsk. nr.: 143668
Skilmálar síðast uppfærðir 10.03.2022